15.3.2009 | 08:19
Peningarnir????
Jón Ásgeir selur þotu og snekkju ... ok, EN hvert fara peningarnir????? Í hans vasa eða til að greiða skuldir hans við þjóðfélagið? !!!
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli þeir fari ekki í skuldahítina eins og hjá öllum öðrum. Því allir þeir sem eru að "bjarga" hvort sem það er sér eða heimilinum virðast leggja ofuráherslu á að bjarga kerfinu þó svo að það sé ónýtt og í raun ástæða hrunsins.
Einar Þór Strand, 15.3.2009 kl. 08:36
Er ekki inni í hans fjármálum, en ég myndi gera ráð fyrir að bankinn eða fjármögnunarfyrirtækið sem fjármagnaði kaupin eigi veðið, og fá því þennan pening upp í þessa ákveðna skuld.
Magnús (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 09:22
Þetta er góð spurning, Katrín Linda. Keypti Jón Ásgeir þessi leikföng í eigin nafni eða í nafni þeirra hjóna eða í nafni þess fyrirtækis, sem nú er gjaldþrota ? Það vitum við ekki enn með vissu, eða hvað ?
Við skulum samt vona, að þessir fjármunir skili sér til baka til alþýðu þessa lands. Svo verði einnig um þá fjármuni, sem aðrir útrásarmenn hafa leikið sér með á undanförnum áratug eða svo.
Við verðum að gera okkur ljóst, að Davíð Oddsson er ekki eini sökudólgurinn í þessu hruni, því að líti maður til Fjórflokksins, þá hafa þeir allir ýmislegt slæmt á samviskunni !?
Við verðum að skoða þessi mál í víðu samhengi eða allt frá því að kvótalögin voru samþykkt í tíð ríkisstjónar Gunnars heitins Thoroddsens eða þar um bil.
Halldór Ágrímsson kom svo á framsali kvótans, er hann varð sjávarútvegsmálaráðherra. Sá gjörningur kom verulegri hreyfingu á hlutina. Þá rann sjóboltinn af stað og varð að skelfilegu snjóflóði, sem við, Íslendingar, verðum að grafa okkur upp úr í dag.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 15.3.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.