Flott?

Fer í taugarnar á mér þessi myndbirting af heimili Sigurðar Kára í Hús og hýbýli nýlega. Ég samgleðst honum samt að eiga fallegt heimili og fallega konu sem situr þarna á eldhúsborðinu. Ég öfunda hann reyndar ekkert af myndinni eftir Loga, en heimili hans virðist annars fallegt og ríkmannlegt.

Það sem pirrar mig er, að á meðan fjölmargar íslenskar fjölskyldur berjast í bökkum við að halda sínum heimilum, skuli hann sem þingmaður (á launum hjá þjóðinni) sjá ástæðu til þess að sýna sitt heimili í þessu blaði. Hann er líkast til ekki og vonandi ekki að missa það vegna skulda.

Auðvitað eiga fjölmargir falleg heimili og það er hið besta mál. En að vera að státa sig af því ákkúrat núna, æ mér finnst það bara ekki rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ertu ekki á svolítið lágu plani núna? Viljum við virkilega að fólk fari að víla fyrir sér að byrta í blöðum blaðaviðtöl eða kynningu út af því að það er kreppa? Eigum við ekki bara að láta eins og það sé allt "business as usual". Þingmenn eru ekki glæpamenn með illa fengið fé og hús (vonandi ekki).

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Nei Adda, ekkert lágt plan hér. Sá veruleiki blasir við fjölda heimila að þau séu og/eða verði gjaldþrota á næstu dögum/vikum og mánuðum. Mér finnst ekki við hæfi að þingmaður sýni á sama tíma einhverja glansmynd af sjálfum sér og hans heimili.  Við eigum ekkert að látast eitt eða neitt, né loka augunum fyrir raunveruleikanum og gera það sem þú kallar  "business as usual".  Það er sýndarmennska og á ekki við.  Þeir sem eru í sviðsljósinu hverju sinni og að ég tali nú ekki um ráðamenn þjóðarinnar, verða að sýna gott fordæmi.  Sigurður og aðrir mega eiga flott og falleg heimili, ekki spurning, EN það er óþarfi að hreykja sér af þeim á sama tíma og fjölmargir aðrir missa sín. 

Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Fyllilega sammála síðuhöfundi - þessi drengur kann ekki að skammast sín.

Þór Jóhannesson, 2.3.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: egvania

Þessu er ég sammála af hverju á þessi maður sem er búinn að lifa á okkur að hafa það eitthvað betra en almúginn.

Adda það hefur nú komið fyrir að þingmaður var með illa fengið fé handa á milli og fékk uppreisn æru og hoppaði aftur í sína fyrri vinnu á þingið.

egvania, 8.3.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband